Nýjung á heimasíðunni

Við erum sífellt að reyna að bæta síðuna okkar til að félagsmenn geti haft sem mest gagn af henni. Nú eru tvær viðbætur komnar inn sem vert er að vekja athygli á.

Facebook tenging.

Nú er komin Facebook tenging á heimasíðuna okkar þar sem hægt er að deila fréttum af síðunni beint inn á Facebook eða gera "like" á frétt.

Veðurstöðvar.

Lengst til hægri í valstikunni á forsíðunni er kominn nýr valkostur sem birtir upplýsingar um veðurstöðvar hjá öðrum klúbbum. Til að sjá veðurupplýsingar á þessum stöðum er nóg að spella á nafn staðarins. Ef einhverjir vita um aðrar stöðvar sem ættu heima þarna, þá endilega að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Þess má einnig geta að verið er að kanna kaup á nýrri veðurstöð fyrir FKM sem vonandi gæti orðið að veruleika á þessu sumri.

Sumardagsrkáin 2016

Kæru félagar

Nú er ný sumardagskrá komin inn og fyrsti fimmtudagshittingur áætlaður 28. apríl. Við hlökkum til að eiga góðar stundir í sumar og vonumst eftir góðri þátttöku í sumarstarfinu. Við viljum líka benda öðrum flugáhugamönnum á að þeir eru velkomnir að fljúga inn og fá kaffibolla hjá okkur á fimmtudagskvöldum.

Sumarkveðja frá stjórn

 

Aðalfundur FKM 12. mars 2016

Aðalfundur Flugklúbbs Mosfellsbæjar var haldinn laugardaginn 12. mars. Mjög góð mæting var á fundinn í ár, en 28 félagar voru mættir að þessu sinni.

Formaður FKM Sigurjón Valsson fór yfir starfsemi ársins og gjaldkeri FKM Hjörtur Þór Hauksson kynnti reikninga klúbbsins, sem voru síðan samþykktir af fundarmönnum. Hafsteinn Jónasson fór yfir starfsár flugvélarinnar TF-RJC og greindi frá rekstri hennar.

Tveir stjórnarmenn þeir Valdimar Einarsson og Þorsteinn Kristleifsson stóðu til endurkjörs, en þeir gáfu báðir kost á sér til endurkjörs.
Einn fundarmanna, Halldór Jónsson, bauð sig fram til stjórnar. Þannig að þá var gengið til kosningar á milli þessara þrigga frambjóðanda.
Halldór Jónson og Valdimar Einarsson hlutu flest atkvæði, en Þorsteinn Kristleifsson náði ekki endurkjöri.
Stjórn FKM vill nota tækifærið til að þakka Þorsteini kærlega fyrir ánæjulegt samstarf þann tíma sem hann hefur setið í stjórn klúbbsins.

Samþykkt var að halda árgjöldum óbreyttum. Að fundi loknum gæddu fundarmenn sér á dýrindis veitingum og skoluðu þeim niður með eðal kaffi í boði FKM.