Aðalfundur Flugklúbbs Mosfellsbæjar (FKM) var haldinn laugardaginn 17. mars sl. Þokkaleg mæting var á fundinn í ár, en 23 félagar voru mættir að þessu sinni.

Formaður FKM Bára Einarsdóttir fór yfir starfsemi síðasta árs sem hefur verið fjölbreytt. Fyrir utan hefðbundna flugviðburði, þá var sett olíumöl í heimkeyrsluna, grasíð í kringum skýlin var snyrt og akstursleiðir málaðar. Sett var upp ný veðurstöð, klúbbvélinni breytti fyrir mogas (95 oct) og fleira gert.  Gjaldkeri FKM Hjörtur Þór Hauksson kynnti reikninga klúbbsins, sem voru síðan samþykktir af fundarmönnum. Umsjónarmaður klúbbvélar fór yfir reikninga flugvélarinnar TF-RJC og greindi frá rekstri hennar sem virðist í góðum farvegi. Framundan er að kaupa nýjan prop á vélina fyrir sumarið. 

Samþykkt var að halda árgjöldum óbreyttum.

Ný stjórn FKM er nú skipuð sem hér segir:

Formaður Bára Einarsdóttir
Gjaldkeri Hjörtur þór Hauksson
Ritari Valdimar Einarsson
Meðstjórnandi    Halldór Jónsson
Meðstjórnandi Sigurjón Valsson
Varamaður Einar Páll Einarsson
Varamaður Jamil Allansson

 

Fundargerð aðalafundar er hægt að lesa í heild sinni með því að smella hér: Sækja fundargerð 2018

Lendingarkeppni FKM, Úrslit úr fyrri hluta, 2 júní 2016.

Alls tóku 9 keppendur þátt í fyrri hluta lendingarkeppni FKM sem fór fram 2. júni. Mjög gott veður var og príðisgóð mæting þótt þátttakendur hefðu mátt vera fleiri.

Niðurstöður keppninar eru:

1. Sigurjón Valsson TF-PAC 47 refsistig
2. Hjörtur Þór Hauksson TF-RJC 236 refsistig
3. Bergur Ingi Bergsson TF-BGH 280 refsistig
4. Þorsteinn Hauksson TF-RJC 287 refsistig
5. Hafsteinn Jónasson TF-PAC 464 refsistig
6. Jón Sverrir Jónsson TF-ULV 510 refsistig
7. Ragnar Haraldsson TF-FRK 536 refsistig
8. Halldór Ó. Zoëga TF-RJC 760 refsistig
9. Magnús Norðdahl TF-KAK 1003 refsistig

Lendingarkeppni FKM, Úrslit úr fyrri hluta, 31. maí 2018.

Alls tóku 14 keppendur þátt í fyrri hluta lendingarkeppni FKM sem fór fram fimmtudaginn 31. maí. Veður var gott og mæting með betra móti. Klúbburinn bauð upp á kaffi og kökur á meðan á keppni stóð og voru fjölmargir gestir að fylgjast með.

Í fyrstu þremur sætum voru:

1. Orri Eiríksson TF-PAC 71 refsistig
2. Hjörtur Þór Hauksson TF-FIM 102 refsistig
3. Pétur Jökull TF-API 113 refsistig

Nánari úrslit er hægt að sjá með því að smella hér.