Lendingarkeppni FKM, Úrslit úr fyrri hluta, 31. maí 2018.

Alls tóku 14 keppendur þátt í fyrri hluta lendingarkeppni FKM sem fór fram fimmtudaginn 31. maí. Veður var gott og mæting með betra móti. Klúbburinn bauð upp á kaffi og kökur á meðan á keppni stóð og voru fjölmargir gestir að fylgjast með.

Í fyrstu þremur sætum voru:

1. Orri Eiríksson TF-PAC 71 refsistig
2. Hjörtur Þór Hauksson TF-FIM 102 refsistig
3. Pétur Jökull TF-API 113 refsistig

Nánari úrslit er hægt að sjá með því að smella hér.