Góðan dag ,
Staðan á bensín málum FKM.
Tankurinn á Tungubökkum hefur verið tómur í nokkrar vikur en nú hefur okkur áskotnast smá lögg af bensíni. Í heildina er þetta 1000 lítrar. Einhver bið verður á því að við fáum meira bensín og langar mig því að biðja menn um að fara sparlega með þetta magn.
Best væri ef menn takmörkuðu hverja áfyllingu við 20 -30 lítra og þá eingöngu til þess að komast annað (Selfoss eða RKV) til að taka bensín. Við ráðleggjum fólki einnig að koma með flugvélarnar vel tankaðar annarsstaðar frá þegar lent er í Mosó.
Verðið á þessum smá skammti verður 480 krónur líterinn.
p.s. við erum enn að vinna í betri lausn á bensínmálum, en eins og áður sagði þá tekur það tíma og látum vita þegar komin er niðurstaða í það mál.
kveðja
Halldór Kr Jónsson - formaður
Should you have questions, comments, feature requests, do not hesitate to contact our support or chat live with them.
|