Góðan dag ,
Wings and Wheels hátíðin okkar verður haldin laugardaginn 26. ágúst næstkomandi. Þessi hátíð er haldin í samvinnu við Fergusonfélagið og Fornbílaklúbb Íslands eins og undanfarin ár. Þessi hátíð er einn af hápunktunum í starfsári klúbbsins en til þess að hún fari vel fram þarf að leggja til tölverða vinnu. Til þess að hátíðin fari sem best fram, erum að leita að sjálfboðaliðum til þess að hjálpa okkur.
Okkur vantar vinnufúsar hendur seinnipart/kvöldið á föstudegi 25. ágúst til að vinna að undirbúningi, svosem að þrífa skýli, setja upp bílastæði o.s.frv.
Laugardaginn 26. ágúst vantar okkur fólk til að taka þátt í undirbúningi frá klukkan 8 um morguninn og svo frá hádegi vantar okkur fólk til að aðstoða okkur við umferðarstjórn, bakstur og afgreiðslu og gæslu við flugvélarnar/flugbrautina.
Á laugardagskvöldið verður svo veisla í skýli 5 fyrir þá sem taka þátt í sýningunni.
Þau sem vilja bjóða fram krafta sína eru vinsamlega beðin um að senda e-mail á fkm@fkm.is eða SMS til Sigurjóns formanns í síma 8584286.
Should you have questions, comments, feature requests, do not hesitate to contact our support or chat live with them.
|